Kvennablaðið um RÚV-skýrslu: Markmiðið að veikja RÚV

RÚV húsiðFjöldann allan af rangfærslum er að finna í RÚV-skýrslunni, rekjanleiki heimilda er bágborinn, samanburður milli landa ófullnægjandi og án upplýsandi fyrirvara. Þá er framsetning tölulegra upplýsinga villandi, mælikvarðar og forsendur sem nefndin gefur sér eru fálmkennd og gildishlaðið orðalag þar sem hallar á RÚV einkennir skýrsluna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri fréttaskýringu Atla Þórs Fanndal blaðamanns hjá Kvennablaðinu.

Atli Þór segir meðal annars í úttektinni, sem sögð er upphafið að frekari umfjöllun um málið:

Upplýsingaöflun Kvennablaðsins meðal annars hjá RTÉ og CBC í Kanada leiða til þess að ómögulegt er að horfa framhjá því að nefndarmenn, með Eyþór Arnalds í fararbroddi, virðast markvisst hafa unnið að því að skýrslan drægi upp þá mynd að RÚV sé dýrt, illa rekið, samkeppnishamlandi og óheiðarlegt í upplýsingagjöf til markaða, almennings og yfirvalda.

Vinnubrögð nefndarinnar eru samfelldur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Við blasir að markmið skýrslunnar er að veikja RÚV.  Heimildir Kvennablaðsins benda eindregið til þess að skýrslan sé liður í skipulagðri pólitískri aðför gegn Ríkisútvarpinu. Athugun miðilsins staðfestir svo ekki verður framhjá horft að Eyþórsnefndin vann skipulega að því að birta sem svartasta skýrslu.

Sjá nánar hér: RÚV leitt til slátrunar | Kvennablaðið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR