Herðubreið um „Jóhönnu“: Frábær mynd um einstaka tíma og einstaka konu

Jóhanna-síðasta-orrustan-poster-CROP

„Mynd Björns Brynjúlfs er miklu meira en fóður fyrir pólitíska nörda,“ segir Karl Th Birgisson í umsögn sinni á Herðubreið. „Hún lýsir aðstæðum, einstaklingum, sögu, fáránlegum smáatriðum sem segja þó mikla sögu (Jóhanna við Steingrím þegar allt er búið: „Jæja, pabbi.“), og afhjúpar með einstökum hætti það sem fréttirnar segja okkur ekki.“

Karl segir meðal annars:

Þessi frábæra mynd Björns Brynjúlfs Björnssonar er um margt. Hún er samt fókuseruð og missir aldrei takt. Og hún á ríkt erindi við alla sem hafa nokkurn áhuga á samtíma sínum.

Um hvað er þá myndin? Einkum þrennt: Stjórnmálamanninn Jóhönnu Sigurðardóttur, íslenzk stjórnmál í nútíð og fortíð, og eitt tiltekið átakamál á síðasta kjörtímabili, stjórnarskrármálið, og örlög þess á vorþingi 2013.

Hvar eigum við að byrja?

Kannske á þessu: Björn Brynjúlfur fékk með samningum við Jóhönnu einstæðan aðgang að henni á síðustu mánuðum hennar í embætti forsætisráðherra. Það var snjöll hugmynd hjá honum og kjarkmikið af Jóhönnu að veita Birni þennan aðgang. Ég gæti talið upp tugi stjórnmálamanna fyrr og síðar sem hefðu ekki haft sjálfstraust til þess arna. Þeirra á meðal nokkra forsætisráðherra.

Við þetta bætist, að Jóhanna fékk engu um það ráðið hvað af efninu, sem svona var aflað, var notað í myndina. Ýmislegt í henni hefði hún viljað taka út, en hún er ekki höfundur myndarinnar, heldur viðfangsefni.

Aðgangurinn og efnið er einstætt í sögu kvikmyndagerðar á Íslandi. Og niðurstaðan dramatísk, flott og sannferðug mynd.

Sjá nánar hér: Jóhanna – Síðasta orrustan: Frábær mynd um einstaka tíma – og einstaka konu : Herðubreið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR