Knúz um „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“: Druslur hernámsáranna. Hvað hefur breyst?

stúlkurnar á kleppjárnsreykjum stillHeimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum eftir Ölmu Ómarsdóttur hefur vakið mikla athygli og hefur þurft að bæta við sýningum á myndinni í Bíó Paradís þar sem hún er sýnd við góða aðsókn. Ingunn Sigmarsdótir skrifar umsögn um myndina á Knúz.is og er mikið niðri fyrir.

Ingunn segir meðal annars:

Nú þegar hávær umræða heyrist í þjóðfélaginu um mannréttindi, barnaverndarmál, innflytjendur, blöndun kynstofna, fordóma, kynfrelsi kvenna og mörg fleiri áleitin málefni, væri tilvalið fyrir alla sem vettlingi geta valdið að skella sér í bíó á mynd Ölmu. Það eru ekki nema fáeinir áratugir síðan barnungar stúlkur voru sviptar mannorði sínu fyrir það eitt að líta hýru auga mann af öðru þjóðerni en íslensku. Sumar þeirra höfðu jafnvel áður þurft að þola misnotkun og vanrækslu eins og fram kemur í myndinni. Grimmilegar sögur af ofsóknum lögreglukonunnar Jóhönnu Knudsen  sem gekk svo langt að senda telpur nauðugar í læknisskoðun til að athuga meyjarhaft þeirra, hljóma eins ogatriði úr hryllingsmynd.

Og ennfremur:

Svei´ attan Ísland. Húrra fyrir Ölmu Ómarsdóttur og tímabæru framtaki hennar að draga þennan viðbjóð fram í dagsljósið. Nú bíðum við eftir afsökunarbeiðni fyrir allar konur sem hafa þurft að líða, líkt og stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum, fyrir fordóma og hroka í þjóðfélagi karlaveldis. Það er ósk þeirrar er þetta skrifar að heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum verði sýnd sem oftast og víðast, í grunnskólum landsins, sjónvarpi og víðar til þess að minna okkur á að svona viljum við ekki koma fram við neinn.

Sjá nánar hér: Druslur hernámsáranna. Hvað hefur breyst? | Knúz – femínískt vefrit

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR