Sketsaþátturinn „Punkturinn“ í loftið á Stöð 3

punkturinn-castSketsaserían Punkturinn er farin í loftið á Stöð 3 í opinni dagskrá. Þarna er tekið fyrir sitt af hvoru tagi; auglýsingar, staðalímyndir, orðagrín, kynjamyndir og alls konar hversdagsleg samfélagsrýni.

Serían hefur verið í gangi í nokkur ár á netinu, meðal annars á vefjunum kvikmyndir.is og Monitor hjá mbl.is. Hún hófst vorið 2007 sem reglulegur afþreyingarþáttur á vegum nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í umsjón Tómasar Valgeirssonar.

Sindri Gretars leikstýrir seríunni, auk þess að klippa og skrifa handrit; Egill Viðarsson er aðalframleiðandi og Þór Þorsteinsson sér um aðstoðarleikstjórn, framleiðslu, eftirvinnslu, tæknibrellur, litgreiningu og grafíska hönnun.

Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Kristjánsson, Bjarki Már Jóhannsson, Bergþóra Þorsteinsdóttir, Tanja Björk og Þórunn Guðlaugsdóttir fara með helstu hlutverk.

Sjá má fyrsta þáttinn hér en sýnishorn að neðan. YouTube rás þáttarins er hér. Sömu aðilar eru einnig að gantast á ensku undir heitinu Johnny Madpants og má skoða efnið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR