Örvarpið í loftið á vef RÚV í þriðja sinn

orvarpidÖrvarpið, örmyndahátíð RÚV á netinu er nú farin af stað í þriðja sinn. Hátíðin er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Fyrsta myndin á þessu hausti er Minnismiðar eftir Eyþór Jóvinsson og má sjá hana hér.
Nýr og framandi hlutur gleymist í vernduðu umhverfi hjá minnislausum manni, sem setur daglegt líf hans úr skorðum. Myndin tekur á því þegar rof verður á milli tungumáls og daglegs lífs.

Örvarpið er vettvangur fyrir alla með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Allir geta tekið þátt og allt er leyfilegt, hvort sem um er að ræða tilraunakenndar stuttmyndir, hreyfimyndir, tónlistarmyndbönd, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað.

Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á RÚV.is. Valin verk verða í kjölfarið tekin til sýningar á uppskeruhátíð Örvarpsins, sem fer fram í Bíó Paradís í vor.

Sjá nánar hér: Örvarpið | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR