Gagnrýni | Tale of Tales*** (RIFF 2015)

tale-of-tales-poster-sOpnunarmynd RIFF í ár, Tale of Tales eftir Matteo Garrone, er fjölþjóðleg framleiðsla sem byggir lauslega á sögum eftir ítalska rithöfundinn Giambattista Basile og segir þrjár sögur sem flakkað er á milli, allar fjalla þessar sögur um kónga og drottningar á miðöldum sem lenda í yfirnáttúrulegum ævintýrum.

[column col=“1/2″][message_box title=“Tale of Tales“ color=“gray“] [usr 3] Leikstjóri: Matteo Garrone
Aðalhlutverk: Salma Hayek, Vincent Cassel, Toby Jones
Ítalía, Frakkland, Bretland, 2015
[/message_box][/column]Ein er um kóng og drottningu (leikin af Sölmu Hayek og John C. Reilly) sem færa fram mikla fórn til þess að drottningin geti eignast barn, ein er um kóng (Vincent Cassell) sem heyrir fagra rödd syngja og verður strax ástfanginn þrátt fyrir að vita ekki hvernig manneskjan lítur út og sú þriðja fjallar um kóng (Toby Jones) sem tekur sérkennilegt gæludýr, risavaxna fló, fram yfir dóttur sína.

Hér er á ferðinni íburðarmikil stórmynd, umgjörð er öll hin glæsilegasta og valinn maður í hverju rúmi. Þetta er fyrsta myndin sem ítalski leikstjórinn Garrone gerir á ensku en hann er líklega frægastur fyrir myndina Gomorrah sem lýsti lífi mafíunnar á Sikiley, en hér hann á allt öðrum slóðum.

[quote align=“center“ color=“#999999″]Tale of Tales er í senn grótesk, fjörug og glæsileg mynd. Hér tekst Garrone og samstarfsmönnum að skapa magnaðan ævintýraheim og andrúmslofti miðaldaævintýra er vel náð.[/quote]

Tale of Tales er í senn grótesk, fjörug og glæsileg mynd. Hér tekst Garrone og samstarfsmönnum að skapa magnaðan ævintýraheim og andrúmslofti miðaldaævintýra er vel náð. Hér eru drekar og risapöddur, prinsessur og riddarar, barátta góðs og ills og flest annað sem maður býst við af slíku ævintýri.

En þrátt fyrir þetta virkar myndin ekki alveg nógu vel í heildina, það tekur hana nokkurn tíma að grípa mann og tónninn í henni er aðeins á skjön á köflum. Í staðinn fyrir að segja eina sögu í einu og byrja svo upp á nýtt er flakkað á milli sagnanna á þannig hátt að ryþminn dettur upp og niður, fyrir vikið verður myndin stundum ruglingsleg og ómarkviss takturinn dregur úr spennunni.  

Það virðist oft handahófskennt hvernig flakkað er á milli sagna og stundum líður of langur tími á milli. Sömuleiðis er myndin í alltof löng og verður hálf langdregin á köflum. Tveir tímar er aðeins of mikið fyrir þessar sögur og myndin hefði eflaust virkað mun betur ef hún verið þéttari og með betra flæði.

En þrátt fyrir þessa galla er Tale of Tales engu að síður athyglisverð mynd að mörgu leyti og oft skemmtileg, inniheldur margar flottar senur og flestir leikararnir standa sig prýðilega. Besta sagan er sú um kónginn sem tekur gæludýrið fram yfir dóttur sína, en Toby Jones fer á kostum sem hinn hálfgeggjaði kóngur sem tekur ástfóstri við risavaxna fló og nýliðinn Bebe Cave (ekki skyld Nick Cave) er litlu síðri sem dóttir hans og á hún sér greinilega bjarta framtíð í kvikmyndabransanum.

Hinar sögurnar ná ekki alveg sama flugi og þessi þó ágætar séu, e.t.v. því þær ganga ekki nógu langt eða eru full kunnuglegar að miklu leyti. Allar sögurnar hafa þó sína hápunkta og engin þeirra getur talist slæm, en þær ná þó ekki að mynda alveg nógu sterka heild.

Það sem tengir allar sögurnar fyrir utan að þær gerist allar í nágrannaríkjum eru ákveðin þemu: Allar fjalla þær um að einhverju leyti óendurgoldna ást og um leið fólk sem gengur of langt til að fá það sem það vill. Mjög klassísk þemu í raun, en um leið er óljóst hvaða tengingu þessar sögur hafa við nútímann nema bara þessi almennu sannindi um að vera varkár um hvers maður óskar sér og vera sáttur við það sem maður hefur.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR