Góð aðsókn á „Everest“ í Bandaríkjunum

Á leið á toppinn.
Á leið á toppinn.

Everest varð í fimmta sæti í Bandaríkjunum eftir opnunarhelgina sem þykir góður árangur, enda myndin aðeins á 545 IMAX/PLF (Premium Large Format) tjöldum, en opnar svo á margfalt fleiri tjöldum um næstu helgi.

Tekjur námu 7.22 milljónum dollara (930,5 mkr.) og tekjur pr. tjald voru mjög háar eða 13.251 dollarar (1.7 mkr). Bransavefurinn BoxOffice.com segir útlitið bjart framundan fyrir myndina þegar hún farí hefðbundna almenna dreifingu um næstu helgi.

Hér má sjá tölur yfir aðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR