Stuttmyndir frá Askja Films fara víða

Rainbow_party_webFjórar stuttmyndir framleiddar af Askja Films Evu Sigurðardóttur fara kvikmyndahátíðarúntinn þessa dagana. Fyrirtækið vinnur að þróun verkefna í fullri lengd með leikstjórum allra myndanna og kynnir þau á hátíðum og mörkuðum.

Myndirnar og hátíðirnar sem þær taka þátt í eru:

Regnbogapartý, leikstjóri: Eva Sigurðardóttir.
Heimsfrumsýnd á Helsinki International Film Festival, Reykjavik International Film Festival, BFI London Film Festival, Northern Wave International Film Festival. Regnbogapartý er fyrsta myndin sem Eva leikstýrir og var hún styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Film London, Evrópu unga fólksins, Shorts TV og Doris Film.

Foxes, leikstjóri Mikel Gurrea.
Montreal World Film Festival (valin besta leikna stuttmyndin), San Sebastian Film Festival, Helsinki International Film Festival, Northern Wave International Film Festival.

The Substitute, leikstjórar Nathan Hughes-Berry og Madeleine Sims-Fewer.
Nordisk Panorama, Kaohsiung Film Festival, Aesthetica Short Film Festival, The Smalls, Court Metrange, Oaxa Film Festival, Morbido Film Festival, Horrifying Shorts, British Horror Film Festival, Northern Wave og Helsinki International Film Festival.

Red Reflections, leikstjóri Jay Choi.
Helsinki International Film Festival.

Nýjasta samstarfverkefni Askja Films og Mikel Gurrea verður kynnt á San Sebastian hátíðinni og þá tekur Madeleine Sims-Fewer þátt í TIFF Talent Lab og mun kynna bæði næstu stuttmynd og kvikmynd í fullri lengd þeirra Sims-Fewer og Hughes-Berry. Bæði verkefnin verða framleidd í samstarfi við Askja Films.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR