Þórður Pálsson með besta „pitchið“ á Nordic Talents 2015

Þórður PálssonÞórður Pálsson, nýútskrifaður kvikmyndaleikstjóri frá The National Film and Television School í Bretlandi, var rétt í þessu að sigra pitchkeppnina Nordic Talents 2015.

Keppnin, sem studd er af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, fór fram 2.-4. september í húsakynnum Danska kvikmyndaskólans í Kaupmannahöfn. Verkefni Þórðar kallast Stuck in Dundalk, en verðlaunaféð nemur tæpum fjórum milljónum króna og rennur til þróunar á verkefninu.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri var meðal þeira sem veittu verðlaunin, en hann vann sjálfur þessi verðlaun fyrir nokkrum árum þegar hann pitchaði hugmynd sinni að Eldfjalli.

Myndbút frá verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan.

See the winners of Nordic Talents 2015: Special Mention: Lina Flint and Gustav Møller for „The Guilty“ (DK) and Pitch Prize winner Thordur Palsson for „Stuck in Dundalk“ (IS). Congratulations!

Posted by Nordisk Film & TV Fond on 4. september 2015

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR