Versatile Films selur „Þresti“, Íslandsfrumsýning á RIFF

Rúnar Rúnarsson. (Mynd: Hulda Sif)
Rúnar Rúnarsson. (Mynd: Hulda Sif)

Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér söluréttinn á Þröstum Rúnars Rúnarssonar. Staðfest hefur verið að myndin verði frumsýnd á Íslandi á RIFF hátíðinni þann 30. september.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og einn framleiðanda myndarinnar, segir:

“Við erum góðum höndum og í góðum félagsskap. Versatile hefur góðar myndir á sýnum snærum þar á meðal er verðlaunamyndir frá þessu ári frá Berlin og Cannes.  Þau eru búin að vera í góðu sambandi við okkur alveg síðan á handrit stigi og þau hafa verið að ná frábærum árangri með myndirnar sýnar undanfarinn ár og erum við himinlifandi að vera í samstarfi við þau.

Variety hefur fjallað um Rúnar og Þresti tvisvar í vikunni í tengslum við Norræna kvikmyndamarkaðinn í HaugasundiMeðal annars hefur miðillinn tilnefnt Rúnar sem einn af tíu áhugaverðustu leikstjórunum til að hafa auga með á Norðurlöndunum. Hér er svo stutt viðtal Variety við Rúnar.

Myndin fer í almennar sýningar þann 16. október á vegum Senu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR