Greining | Líf í „Webcam“ og „Hrútum“

Webcam-Anna-HafþórsdóttirWebcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í tíunda sæti eftir aðra sýningarhelgi en myndin fékk 841 gest í vikunni. Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram á góðu skriði eftir níundu sýningarhelgi.

Webcam fékk 241 gest um helgina en alls 841 gest yfir vikuna. Alls hefur myndin því fengið 2.220 gesti.

Hrútar er á jafnri og góðri siglingu og stefnir yfir tuttugu þúsund gesta múrinn. 465 gestir komu um helgina en alls 815 í vikunni. Myndin er í sjöunda sæti og á níundu sýningarviku. Heildarfjöldi gesta nemur nú 18.097 manns.

Fúsi er í fjórtánda sæti eftir 18 sýningarhelgar. Myndin er komin í 11.936 manns í heildaraðsókn, en 102 sáu hana um helgina. Tölur um aðsókn í vikunni liggja ekki fyrir.

Albatross situr í 16. sæti eftir 6 sýningarhelgar. 26 sáu hana um helgina en alls 39 í vikunni. Alls hafa 4.470 séð myndina.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 20.-26. júlí 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
2Webcam8412.220
9Hrútar81518.097
18Fúsi102 (helgi)11.936
6Albatross39 4.470
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR