Dáð af þúsundum í „Webcam“

Webcam-Anna-HafþórsdóttirAnna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.

Hér má lesa brot úr viðtalinu:

„Ég lagðist í smá rann­sókn­ar­vinnu, skoðaði þenn­an heim og komst að því að hann er mjög stór þrátt fyr­ir að ég hafi ekki vitað að hann væri til. Það eru allskon­ar stelp­ur að gera allskon­ar hluti og það eru mikl­ir pen­ing­ar í þessu fyr­ir þær sem eru virk­ast­ar og með aðdá­enda­grunn. Það eru menn sem koma aft­ur og aft­ur og stund­um er eins og þeir verði ást­fangn­ir af þeim,“ seg­ir Anna og bæt­ir hugsi við „Þetta er mjög skrít­inn heim­ur.“

Anna fer með aðal­hlut­verkið í Webcam sem seg­ir frá mennta­skóla­nem­an­um Rósalind. Sú kynn­ist strák með gægju­hneigð og fer í kjöl­farið að fækka föt­um í beinni út­send­ingu.

„Hún er alltaf að leita að ein­hverju til að fylla upp í eitt­hvað tóm, svo finn­ur hún ein­hvern veg­inn köll­un sína í að fækka föt­um fyr­ir aðra og byrj­ar að gera það á in­ter­net­inu. Hún hef­ur alltaf leitað að ein­hverri viður­kenn­ingu og það er það sem hún fær út úr því að vera cam-stelpa þar sem hún er dáð af þúsund­um um all­an heim,“ seg­ir Anna um Rósalind.

Sjá nánar hér: Tengir við fíknina

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR