„Everest“: Feneyjar stökkpallur í Óskarinn?

Baltasar Kormákur á leið til Feneyja með Everest.
Baltasar Kormákur á leið til Feneyja með Everest.

Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.

Þannig segir Catherine Shoard hjá The Guardian:

A flag has been planted in one of the most hotly contested territories of the film festival season. Everest, a new movie about the two rival missions up the mountain in 1996, has been chosen as the opening night film of this year’s Venice film festival – a spot which has recently proved itself a premier launchpad for Oscar contenders.

Hún minnir einnig á að undanfarar Everest í þessu eftirsótta slotti, Birdman og Gravity, hafi unnið til Óskarsverðlauna og sú síðarnefnda tekið inn um einn milljarð dollara í miðasölunni. Þá gerir hún því skóna að framleiðslufyrirtæki myndarinnar, hið breska Working Title, vonist til að myndin feti í fótspor fyrri myndar fyrirtækisins, The Theory of Everything, sem sópaði til sín verðlaunum í upphafi ársins.

It marks a nice coup for Venice artistic director topper Alberto Barbera, following “Birdman” as opener last year, and sci-fi thriller “Gravity” in 2013.

Sjá einnig umfjöllun Hollywood Reporter, Indiewire og Screendaily.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR