Gagnrýnandi sænska sjónvarpsins hrósar „Vonarstræti“

vonarstræti hera þorsteinnEinn kunnasti gagnrýnandi Svía Fredrik Sahlin, sem um árabil hefur fjallað um kvikmyndir hjá SVT (sænska ríkissjónvarpinu), segir Vonarstræti „perluna í stórmyndamyrkri sumarsins.“ Sýningar á myndinni hófust í dag í sænskum bíóum.

Sahlin segir meðal annars:

Hér er almennt afbragðs vel sagt frá af hendi leikstjóra og handritshöfunda, sem leggja fram lágstemmdar vísbendingar sem halda hugsuninni skarpri, skapa forvitni og hellast svo yfir mann af fullum krafti.

Og einnig:

Þetta er áhrifamikið drama sem situr í manni löngu eftir að sýningu lýkur.

Sahlin talar einnig fjálglega um Heru Hilmarsdóttur og segir hana hafa afar sterka tjaldnávist.

Umsögn Sahlin má sjá hér: ”Life in a Fishbowl”

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR