„Hrútar“ heimsfrumsýnd á Cannes fyrr í dag, leikstjórinn tileinkar myndina íslensku sauðfé

Hrútar frumsýnd í Palais des Festivals. Frá vinstri: Sigurður Sigurjónsson, Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Grímar Jónsson, Sturla Brandth Grovlen (tökumaður) og Thierry Frémaux stjórnandi Cannes hátíðarinnar.
Hrútar frumsýnd í Palais des Festivals. Frá vinstri: Sigurður Sigurjónsson, Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Grímar Jónsson, Sturla Brandth Grovlen (tökumaður) og Thierry Frémaux stjórnandi Cannes hátíðarinnar. Mynd: Ása Baldursdóttir.

Hrútar Gríms Hákonarsonar var heimsfrumsýnd í Palais des Festivals, aðal sýningarvettvangi Cannes hátíðarinnar, fyrr í dag. Grímur sagði Thierry Frémaux stjórnanda hátíðarinnar, sem kynnti mynd og aðstandendur fyrir sýningu, að verkið væri tileinkað íslensku sauðkindinni..

Hrútar keppa í Un certain regard flokknum sem er hluti af hinu opinbera vali hátíðarinnar.

Aðstandendur Hrúta á rauða teppinu fyrir utan Palais des Festivals. Frá vinstri: Sturla Brandth Grovlen, Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Sigurður Sigurjónsson.
Aðstandendur Hrúta á rauða dreglinum fyrir utan Palais des Festivals. Frá vinstri: Sturla Brandth Grovlen, Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Sigurður Sigurjónsson.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR