Vel gengur að selja „Hrúta“ á Cannes

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar á alþjóðlegum markaði. Sala á myndinni gengur vel á yfirstandandi Cannes hátíð.

Myndin hefur þegar verið seld til Benelux landanna (Belgía, Holland, Luxemborg), Grikklands og Taiwan. Rétt fyrir hátíðina var gengið frá sölu myndarinnar á frönskum markaði.

Þá hafa dreifingaraðilar frá Norðurlöndunum, þýskumælandi löndum, Asíu og Bandaríkjunum sýnt mikinn áhuga að sögn New Europe og er búist við frekari samningum um sölu myndarinnar á næstu dögum.

Sjá nánar hér: Cannes title ‘Rams’ scores sales

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR