Rás 2 um „Bakk“: Vel heppnuð og hugguleg sumarmynd

Bakk-þrenning í bílHulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.

Hulda gaf myndinni fjórar stjörnur af fimm. Hún sagði leikarana standa sig vel og þeir Gunnar Hansson og Víkingur Kristjánsson væru sérstaklega góðir sem æskuvinirnir Gísli og Viðar, og Saga Garðarsdóttir klæðskerasniðin í hlutverk sveimhugans Blæs sem slæst í för með þeim félögum. Tæknivinna er öll til fyrirmyndar og útkoman er falleg og skemmtileg vegamynd þar sem breyskleiki mannsins og mikilvægi vináttunnar eru í forgrunni. Bakk er bráðskemmtileg afþreying sem hægt er að mæla með.

Hlusta má á Huldu hér: Vel heppnuð og hugguleg sumarmynd — ★★★★☆ | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR