Cannes hófst í dag – plakat „Hrúta“ opinberað

cannes 2015 opnun mynd grímar jónsson

Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Meðal mynda sem sýndar eru á hátíðinni er Hrútar Gríms Hákonarsonar. Myndina hér að ofan birtir Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar á Facebok síðu sinni og sýnir hún frá opnunarhátíðinni. Hann er svo sjálfur í sínu fínasta pússi hér að neðan.

grímar jónsson cannes 2015

Þá var plakat Hrúta jafnframt opinberað í dag og má sjá það hér að neðan – og stiklu myndarinnar þar undir.

Fyrir þá sem vilja fylgjast grannt með hátíðinni skal bent á vef The Guardian sem fjallar ítarlegar um Cannes en nokkur annar miðill.

hrútar-rams-poster

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR