DV um „Fúsa“: Til varnar hinum skrýtnu

Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: „Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special.“

Valur segir meðal annars:

Allar persónur eru breyskar, og þó þær geri hver annarri stundum illt er enginn illa innrættur, heldur er fólk einfaldlega of upptekið af sjálfu sér til að skilja hvert annað í raun. Ef til vill eins og í raunveruleikanum. Ekkert er tuggið ofan í áhorfandann, heldur eru uppgjörin fólgin í vel tímasettum senum, svo sem í sjálfhverfri afsökunarbeiðni Friðriks (Friðriks Friðrikssonar), eða í óborganlegum svip Marðar þegar væntingar Fúsa bresta. Og þó fær Fúsi uppreisn æru undir lokin, en ekki á Hollywood-legan hátt þar sem allir draumar rætast. Sigurinn felst ekki í því að fá allt sem maður vill heldur í því að gera sitt besta. Fúsi tekur skýra afstöðu með öllum þeim sem eru forsmáðir fyrir það eitt að vera það sem þeir eru og geta ekki annað. Fúsi er minn maður.

Sjá nánar hér: Til varnar hinum skrýtnu – DV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR