New Work kaupir réttinn á skáldsögunni „Hilma“ eftir Óskar Guðmundsson

Hér takast Þórómar Jónson og Óskar Guðmundsson í hendur eftir undirritun samningsins.
Hér takast Þórómar Jónson og Óskar Guðmundsson í hendur eftir undirritun samningsins.

Kvikmyndafyrirtækið New Work ehf. sem framleiddi Falskan fugl eftir samnefndri bók hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Hilma eftir Óskar Guðmundsson, sem kemur út 30. apríl næstkomandi.

Spennusagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson kemur út 30. apríl hjá bókaforlaginu Draumsýn.
Spennusagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson kemur út 30. apríl hjá bókaforlaginu Draumsýn.

Söguþræði er svona lýst af hendi útgefanda:

Hefðbundin sjálfsvígsrannsókn tekur óvænta stefnu þegar lögreglukonan Hilma finnur tengsl við fleiri sjálfsvíg og slys. Þótt þessi mál eigi rætur í fortíðinni er Hilma skyndilega komin í æsilegt kapphlaup við tímann og harðsvíraður glæpamaður er á hælum hennar.

Þórómar Jónsson sem mun leikstýra væntanlegri mynd fékk handritið til yfirlestrar og gat ekki lagt bókina frá sér að eigin sögn. Hann segir þetta vera magnaða spennusögu en um leið átakanlega raunveruleikalýsingu úr íslensku samfélagi. “Ótrúlega mögnuð og lifandi frásögn af persónu sem enginn á eftir að gleyma. Aldrei.”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR