Greining | „Fúsi“ komin yfir sjö þúsund gesti, lítil aðsókn á „Austur“ og „Blóðberg“

Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.
Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.

Þrjár íslenskar kvikmyndir eru nú til sýnis í kvikmyndahúsum. Fúsi Dags Kára gengur sæmilega en Blóðberg og Austur, sem frumsýnd var um helgina, njóta lítillar aðsóknar.

Austur Jóns Atla Jónassonar fékk 351 gest um helgina og er í 9. sæti aðsóknarlistans. Með forsýningum hafa alls 1.151 séð myndina.

Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar er í 14. sæti eftir 2. sýningarhelgi, en þá komu 91 á myndina og 292 í vikunni. Alls hafa 383 séð hana í bíó.

Fúsi Dags Kára hefur nú fengið rúmlega sjö þúsund gesti eftir fjórðu  sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti á aðsóknarlista FRÍSK. 562 sáu myndina um helgina en alls 1.391 í vikunni. Heildaraðsókn stendur nú í 7.024 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 13.-19. apríl 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
4Fúsi1.3917.024
Austur3511.151
2Blóðberg292383
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR