Jón Atli um „Austur“: „Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla frá“

Jón Atli Jónasson leikstjóri og handritshöfundur Austur.
Jón Atli Jónasson leikstjóri og handritshöfundur Austur.

Jón Atli Jónasson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Austur er í viðtali við Morgunblaðið vegna útkomu myndarinnar sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum á föstudag.

Þar segir meðal annars:

„Mig hafði lengi langað að prófa að leik­stýra kvik­mynd sjálf­ur en hafði ekki áhuga á því að gera hefðbundna mynd. Mig langaði að gera ódýra mynd með litl­um hópi þar sem strúkt­úr­inn væri flat­ari. All­ir hefðu meira til mál­anna að leggja. Það er dýrt að gera kvik­mynd­ir og mér hef­ur oft fund­ist að á töku­tíma­bil­inu fari ein­hver maskína í gang sem bara keyr­ir. Við höfðum hins veg­ar þann lúx­us – sök­um þess að við erum með frá­bæra fram­leiðend­ur – og minna um­fang – að doka við af og til og velta hlut­un­um fyr­ir okk­ur eða hrein­lega breyta öllu sam­an. Það er erfiðara þegar um stærri verk­efni er að ræða,“ seg­ir Jón Atli Jónas­son, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur kvik­mynd­ar­inn­ar Aust­ur, sem frum­sýnd verður 15. apríl.

Jón Atli er einnig í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon hér.

Sjá nánar hér: „Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla frá“ – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR