„Fúsi“ á Tribeca hátíðina

Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.
Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til keppni á Tribeca kvikmyndahátíðinni, sem fram fer í New York frá 15. til 26. apríl. Fúsi mun taka þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Tribeca hátíðin var sett á laggirnar árið 2002, m.a. af Robert de Niro og framleiðandanum Jane Rosenthal.

Fúsi var heimsfrumsýnd á Berlinale Special hluta Berlinale hátíðarinnar sem fram fór í febrúar. Þar hlaut hún afar góðar viðtökur meðal hátíðargesta og gagnrýnenda.

Dagur Kári leikstýrir og skrifar handritið að Fúsa, sem er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen fyrir framleiðslufyrirtækið Sögn. Með aðalhlutverk fara Gunnar Jónsson og Ilmur Kristjánsdóttir. Tónlist myndarinnar er samin af slowblow, hljómsveit sem samanstendur af Degi Kára og Orra Jónssyni. Meðframleiðslufyrirtæki er hið danska Nimbus Film (sjónvarpsþáttaröðin Broen og kvikmyndirnar Festen, Mifune‘s sidste sang og Submarino).

Fúsi verður frumsýnd hér á landi þann 27. mars næstkomandi í Smárabíói, Háskólabíói og Laugarásbíói.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR