Jón Óskar Hallgrímsson ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

kmí-logoJón Óskar Hallgrímsson hefur verið ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Jón Óskar tekur við starfi Ásdísar Höskuldsdóttur. Hann er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í opinberri stjórnun og stefnumörkun frá University of Manchester. Hann hefur reynslu af fjármálastjórn og rekstri í opinbera geiranum bæði hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum, auk þess að hafa unnið við rekstrar- og fjármálaráðgjöf fyrir opinbera og einkaaðila.

Jón Óskar var rekstrarstjóri iðnaðarráðuneytis þar sem hann var yfirmaður fjármála og rekstrar ráðuneytisins. Þá vann Jón Óskar að umsýslu og mótun regluverks endurgreiðslukerfis kvikmynda sem heyrði undir iðnaðarráðuneytið og síðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Jón Óskar var m.a. formaður nefndar um sem skipuð var á grundvelli laga nr. 43/1999 um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi.

Á sviði ráðgjafar vann Jón Óskar síðast hjá Ernst og Young sem yfirverkefnisstjóri fyrirtækjaráðgjafar, en áður um fimm ára skeið á ráðgjafarsviði PwC, sem forstöðumaður rekstrarráðgjafar undir það síðasta. Þá starfaði Jón Óskar um 10 ára skeið hjá Happdrætti Háskóla Íslands sem fjármála- og markaðsstjóri, sem fól í sér ábyrgð á fjármálum og rekstri stofnunarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR