Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaunin

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.

Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut í gærkvöldi Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að vinna verðlaunin en áður hafði Björk verið tilnefnd fyrir Dancer in the Dark.

RÚV segir frá:

The Theory Everything segir frá sambandi eðlisfræðingsins Stephen Hawking og eiginkonu hans. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, hún var tilnefnd í fjórum flokkum á Golden Globe og hlaut tvö verðlaun.

Jóhann hefur einnig hlotið tilnefningu til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni.

Í þakkarræðu sinni sagði Jóhann verðlaunin mikinn heiður. Hann sagði að þegar maður fengi kvikmynd eins og Theory of Everything upp í hendurnar virtist starf tónskáldsins ekki vera mjög erfitt.

Hann þakkaði leikstjóranum James Marsh sérstaklega, sem og fjölskyldu sinni á Íslandi og í Danmörku. Þá vill hann deila verðlaununum með hljóðfæraleikurunum sem unnu að tónlistinni í myndinni.

Aðrir tilnefndir í flokki tónlistar voru Alexander Desplat fyrir The Imitation Game, Trent Reznor og Atticus Ross fyrir Gone Girl, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Antonio Sanchez fyrir Birdman.

Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem veita Golden Globe-verðlaunin, til að viðurkenna ágæti í kvikmynda- og sjónvarpsþættagerð, í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

Golden Globe-verðlaunahátíðin er einn af hápunktum hins árlega verðlaunaflóðsins í Hollywood og verðlaunin þykja gefa nokkuð góða vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaun í byrjun mars.

Sjá nánar hér: Jóhann fékk Golden Globe-verðlaunin | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR