Greining | Fimmtungur ferðamanna kemur til Íslands af völdum kvikmynda og sjónvarpsefnis

island_flatarmal_stor_09071220,1% ferðamanna nefnir kvikmyndað efni sem helstu ástæðu ferðar sinnar til Íslands. Þetta kemur fram í könnun sem markaðsrannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Ferðamálastofu og birt var í desember.

14,3% aðspurðra nefndu alþjóðlegt myndrænt efni (bíómyndir, heimildamyndir, sjónvarpsþættir, tónlistarmyndbönd, sem sýna íslenska náttúru) sem kveikju hugmyndar að Íslandsferð og 5,8% nefndu íslenskar kvikmyndir sem ástæðu.

Samkvæmt könnuninni er þetta þriðja helsta ástæðan fyrir Íslandsferð á eftir almennum áhuga á náttúru landsins og spjalli við vini og ættingja.

Ferðamönnum hefur fjölgað stórkostlega á undanförnum árum. Þeir voru rúmlega 800 þúsund 2013 og talið er að þeir hafi farið nálægt einni milljón 2014. Tekjur af ferðamönnum 2013 námu um 275 milljörðum króna.

Könnunina má skoða hér, viðeigandi efni er á bls. 43.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR