Hvað gerðist með Miklagarð?

Simmi og Miklagarðsfólkið. (Samsett mynd: Nútíminn)
Simmi og Miklagarðsfólkið. (Samsett mynd: Nútíminn)

Sigmar Vilhjálmsson fer yfir það sem klikkaði þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var stofnuð á sérstakri uppákomu á vegum ÍMARK næstkomandi mánudag, 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19.

Nútíminn segir frá:

Bravó og Mikligarður fóru í loftið í mars. Í lok apríl tilkynnti Konunglega kvikmyndafélagið, sem rak stöðvarnar, að félagið leitaði aukins hlutfjár til að styrkja rekstur félagsins, samhliða því sem öllum starfsmönnum var sagt upp störfum. 365 miðlar tóku svo yfir alla hluti í félaginu, lögðu niður Miklagarð en Bravó hefur komið í staðinn fyrir Popptíví.

Sigmar segir að hann fari yfir Miklagarðsverkefnið og hvað hefði mátt fara betur:

Af hverju var verkefnið, sem leit mjög vel út, strand á fjórða mánuði? það er mikill lærdómur í því. Fyrir þá sem eru að starta verkefni, þá eru þarna fínir punktar. Ég ætla að stikla á stóru og draga fram helstu lærdómspunkta í þessu ferli.

Sjá nánar hér: Simmi með fyrirlestur um Miklagarð: „Hvað var ég að pæla?“ – Nútíminn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR