Hópfjármögnun orðin hluti af fjármögnun kvikmyndagerðar; „Svartihnjúkur“ hefur nú náð í 60%

karolinafund-frontpageHópfjármögnun (crowdfunding) er nú orðin hluti af fjármögnun kvikmyndaverkefna. Upphæðirnar eru í flestum tilfellum ekki mjög háar en geta engu að síður skipt sköpum; annaðhvort sem verulegur hluti fjármögnunar smærri verkefna eða sem fjármögnun afmarkaðra þátta stærri verkefna. Heimildamyndin Svartihnjúkur leitar nú lokafjármögnunar og gengur vel.

Fyrir nokkru kom í ljós að söfnun á danska hópfjármögnunarvefnum Pozible.com vegna afgönsku kvikmyndarinnar Wolf and Sheep hafði náð takmarki sínu, 100.000 dollurum. Anton Máni Svansson er einn framleiðenda verksins, sem þannig náði að klára lokafjármögnun sína.

Íslenski hópfjármögnunarvefurinn Karolina Fund safnar fé fyrir fjölmörg kvikmyndaverkefni og virðast mörg þeirra ná því sem stefnt er að. Sjá má á vef þeirra að sjö verkefni hafa fengið það sem sóst var eftir á undanförnum mánuðum. Þessa stundina eru þrjú verkefni sem leita eftir fjárstuðningi og eru þau mislangt komin.

Tvö verkefnanna eru stuttmyndir og það þriðja er heimildamynd, Svartihnjúkur – stríðssaga úr Eyrarsveit eftir Hjálmtý Heiðdal hjá Seylunni.

Þegar hafa safnast um 300.000 kr., eða 62% af upphæðinni sem stefnt er að. Söfnunarféð verður notað til að kaupa kvikmyndir í kvikmyndasöfnum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Búið er að velja það myndefni sem verður notað í heimildamyndina og næsta skref er að greiða fyrir notkunarréttinn og ljúka vinnslu myndarinnar. Heildarkostnaður vegna erlenda myndefnisins er um 1,8 milljón kr. og rennur söfnunarféð, 500.000 kr. óskipt til þessa verkefnis.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR