Hilmar Sigurðsson: Óstöðugleiki í fjármögnun kvikmyndagerðar kemur sér afar illa

Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem komu í hlut íslenskra kvikmyndagerðarmanna fylla menn bjartsýni en mikill óstöðugleiki í fjármögnun kemur sér afar illa, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í viðtali við RÚV.

„Meðal kvikmynd er svona 5 til 7 ár frá því að hugmyndin er komin og þangað til hún er komin á hvíta tjaldið,“ segir Hilmar. „Þetta er mjög langur prósess, og það erfiðasta sem við glímum við á hverjum tíma eru stjórnvöld sem eru að skera niður eða bæta í hressilega — það er þessi óstöðugleiki sem við búum við.“

Hér sést munurinn á áætluðum framlögum og raunframlögum 2013-2015, eftir að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hefur verið felld niður.
Hér sést munurinn á áætluðum framlögum og raunframlögum 2013-2015, eftir að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hefur verið felld niður.

Og Hilmar bætir við:

„Það er ný könnun komin út þar sem er sýnt fram á að rúmlega 13 prósent af ferðamönnum á Íslandi koma út af kvikmyndum þar sem íslenskt landslag kemur fyrir. Það skilar því líka athygli og umtali og hreinum peningum,“ segir hann.

Sjá nánar hér: RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR