„Hraunið“ kostaði 200 milljónir

Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð millj­ón­ir í fram­leiðslu og hef­ur sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verið seld­ur til í Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Tékk­lands, Lett­lands, Belg­íu, Hol­lands og Lúx­em­borg­ar. Viðræður um fram­hald eru þegar hafn­ar.

Sýn­ing­um á Hraun­inu lauk í gær og sam­kvæmt mæl­ing­um Capacent var um 34,2 pró­sent áhorf á lokaþátt­inn hjá fólki á aldr­in­um 12 til 80 ára. Þáttaröðin var fram­leidd af fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Pega­sus en meðfram­leiðend­ur voru RÚV og norska-, sænska og finnska rík­is­sjón­varpið.

Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir ennfremur:

Ríf­legra fram­lag frá RÚV

Kostnaður Rík­is­sjón­varps­ins nam um fimm­tíu millj­ón­um króna að meðtöld­um kostnaði við sýn­ing­ar­rétt­inn.

Þá tóku nor­rænu sjón­varps­stöðvarn­ar einnig þátt í kostnaðinum auk þess sem þætt­irn­ir voru seld­ir í for­sölu til Lett­lands og Tékk­lands. Styrk­ir voru veitt­ir úr Media sjóðnum sem styrk­ir evr­ópska þátta- og kvik­mynda­gerð, frá Kvik­mynda­miðstöð Íslands og At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Að sögn Skarp­héðins Guðmunds­son­ar, dag­skrár­stjóra RÚV, var fram­lag Rík­is­sjón­varps­ins til verk­efn­is­ins aðeins ríf­legra en verið hef­ur til annarra þáttaráða en þó svipað.

„Fram­lagið er þó aldrei eins hátt og menn vildu hafa það. Það eru mik­il átök að koma svona verk­efni í fram­leiðslu en RÚV hef­ur lítið fjár­magn til að setja í svona þátt­araðir og við þurf­um að koma að fleiri verk­efn­um og deila fjár­mun­um þannig niður,“ seg­ir hann.

„Við erum meðfram­leiðend­ur og vild­um gjarn­an að fram­lag okk­ar væri hærra því þá ætt­um við meira í þáttaröðunum og hefðum meira um þær að segja.“ seg­ir hann.

Um­fangið meira

Lilja Ósk Snorra­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pega­sus, seg­ir þáttaröðina hafa verið aðeins dýr­ari í fram­leiðslu en aðrar á þeirra veg­um, líkt og til dæm­is Fólkið í blokk­inni, enda hafi um­fangið verið meira, þætt­irn­ir lengri, leik­ar­ar fleiri og eft­ir­vinnslu­ferlið mun tíma­frek­ara.

Hún seg­ir að aldrei sé þó lagt upp í fram­leiðslu sem þessa án þess að víst sé að tap verði ekki af.

„Við erum alltaf búin að selja fyr­ir­fram og för­um ekki út í fram­leiðslu án þess að lenda að minnsta kosti á sléttu. Það er bón­us að ná að selja auka­lega og þegar það ger­ist erum við mjög glöð,“ seg­ir hún.

Fram­hald mjög lík­legt

Hún seg­ir dreif­ingu á Hraun­inu hafa verið mjög góða og betri en á öðrum þáttaröðum úr þeirra fram­leiðslu.  Þegar er tryggt að þætt­irn­ir verða sýnd­ir í Nor­egi, Svíþjóð, Finn­landi, Tékklandi, Lett­landi, Belg­íu, Hollandi og Lúx­em­borg. Þá var söluaðili á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins á sjón­varps­ráðstefnu í Cann­es í Frakklandi í vik­unni að kynna þátt­inn og seg­ir Lilja það hafa gengið vel en ótíma­bært sé hins veg­ar að segja til um frek­ari dreif­ingu. Auk Hrauns­ins keyptu sjón­varpstöðvarn­ar í Hollandi, Lúx­em­borg og Belg­íu einnig Ham­ar­inn og verður hann tek­inn til sýn­ing­ar á und­an Hraun­inu.

Aðspurð um mögu­legt fram­hald seg­ir hún að þegar sé búið að hafa sam­band við hand­rits­höf­und­inn, Svein­björn I. Bald­urs­son, og verið sé að henda hug­mynd­um fram og til baka. „Þannig að það er mjög lík­legt,“ seg­ir Lilja.

Sjá nánar hér: Hraunið kostaði 200 milljónir – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR