Ólafur um „Borgríki 2“: Heimur í samræmi

Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstjóri.
Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstjóri.

Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstjóri Borgríkis 2, ræðir myndina við Morgunblaðið í dag.

Þar segir meðal annars:

Spurður að því hvort mynd­in sé í anda banda­rískra glæpa- og lög­reglu­mynda seg­ir Ólaf­ur að hún sé það að ein­hverju leyti, e.k. banda­rísk-skandi­nav­ísk-ís­lensk blanda. „Svo spil­ar líka inn í að maður er af VHS-kyn­slóðinni, ólst nán­ast upp inni í VHS-tæki og þaðan koma alls kon­ar straum­ar og stefn­ur.“

Vill ekki að fram­halds­mynd­in verði síðri en sú fyrri

-Ef þú berð mynd­irn­ar tvær sam­an, Borg­ríki 1 og 2, er mik­ill mun­ur á þeim? Mér skilst að þessi hafi verið mun dýr­ari í fram­leiðslu og meira í hana lagt.

„Já, fyrri mynd­in var gerð af hópi sem langaði að gera verk í kjöl­far hruns­ins. Við fór­um og skut­um ódýra mynd, fólk gaf vinn­una sína og fékk hlut­deild á móti og það var lítið Ösku­busku-æv­in­týri sem gekk upp. Núna feng­um við stuðning frá Kvik­mynda­sjóði, end­ur­greiðslan hjálp­ar líka til og svo erum við með tvö er­lend dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki sem standa þétt við bakið á okk­ur. Þannig að Borg­ríki 2 er dýpri, breiðari og stærri, eins og geng­ur. Er þetta ekki það sama gamla, maður vill ekki að fram­halds­mynd­in verði síðri en sú fyrri?“ seg­ir Ólaf­ur og hlær.

-Borg­ríki var fyrsta glæpa- og has­ar­mynd­in þín og þú hlýt­ur að hafa lært mikið af því að leik­stýra henni. Get­urðu sagt mér í hverju það fólst og hvernig þú gast nýtt þér það við gerð fram­halds­mynd­ar­inn­ar?

„Ætli það sé ekki fyrst og fremst reynsl­an af því að vinna með karakt­era. Það er sama hversu atriðin eru mörg eða stór, á end­an­um eru það alltaf karakt­er­arn­ir sem bjóða áhorf­end­um inn í mynd­ina. Það er alltaf mik­il­væg­ast að ein­beita sér að vinn­unni hjá leik­ur­un­um og svo þegar kem­ur að út­færsl­um, áhættu­atriðum og slíku, þá leit­ar maður til fólks sem er sér­fræðing­ar í því.“

-Þú leitaðir ein­mitt til lög­reglu­manna þegar þú gerðir fyrri mynd­ina. Gerðir þú það aft­ur fyr­ir þessa?

„Já, já og svo vor­um við með hauk í hverju horni við út­færsl­ur og annað,“ seg­ir Ólaf­ur. Mynd­in sé raun­sæ upp að ákveðnu marki. „Á end­an­um er þetta afþrey­ing; þetta er bíó. Heim­ur­inn á að vera í sam­ræmi við sjálf­an sig,“ seg­ir Ólaf­ur.

Sjá nánar hér: Glæpamenn sem svífast einskis – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR