„Borgríki 2“ stiklan er hér

Helstu persónur Borgríkis 2.
Helstu persónur Borgríkis 2.

Borg­ríki 2 – Blóð hraustra manna verður frum­sýnd 17. októ­ber.

Þetta er sjálf­stætt fram­hald Borg­rík­is  og fjall­ar um Hann­es, metnaðarfull­an lög­reglu­mann, sem lend­ir á hálum ís þegar hann hef­ur rann­sókn á yf­ir­manni fíkni­efna­deild­ar lög­regl­unn­ar eft­ir ábend­ingu frá fyrr­ver­andi glæpa­for­ingja sem sit­ur inni. Hann­es sér fram á að ná að slá tvær flug­ur í einu höggi, ná yf­ir­mann­in­um en einnig er­lendri glæpaklíku sem er með tök­in á borg­inni. Til að ná þessu mark­miði sínu dreg­ur hann lög­reglu­konu með erfiða fortíð inn í aðgerðirn­ar, óaf­vit­andi að er­lenda glæpa­gengið ætl­ar sér stóra hluti og munu svíf­ast einskis til verja sig.

Með helstu hlutverk fara Darri Ing­ólfs­son, Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir , Ingvar E. Sig­urðsson, Sig­urður Sig­ur­jóns­son, Zl­at­ko Krickic og Hilm­ir Snær Guðna­son. Olaf de Fle­ur leikstýrir og skrifar handrit ásamt Hrafnkeli Stefánssyni, Krist­ín Andrea Þórðardótt­ir, Ragn­ar Santos og Olaf de Fle­ur framleiða fyrir Poppoli.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR