Reykjavík Shorts&Docs Festival sýnir 11 stutt- og heimildamyndir á Timishort í Rúmeníu

reykjavik shorts and docsReykjavík Shorts&Docs Festival verður gestahátíð á stuttmyndahátíðinni Timishort sem haldin verður í Timișoara, Rúmeníu daganna 2.-5. október. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavík Shorts&Docs Festival er boðið á hátíðina og að því tilefni verða níu íslenskar stuttmyndir og heimildamyndir með í farteskinu, auk tveggja annarra mynda með sterka tengingu við Ísland. Myndirnar verða sýndar í tveimur sýningarflokkum, ‘Focus on Iceland’ og ‘Focus on RS&DF’.

Focus on Iceland
Í sýningarflokknum ‘Focus on Iceland’ er sjónum beint að raunveruleikanum. Öllum myndunum í þessum sýningarflokk er leikstýrt af konum.

Revolution Reykjavík, stuttmynd eftir Ísold Uggadóttur (2011).

Herd in Iceland, stutt heimildamynd eftir Lindsay Blatt (2014).

You have to look good, stutt heimildamynd eftir Ölmu Ómarsdóttur, ’22 min (2013).

Holding Hands for 74 Years, stutt heimildamynd eftir Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur (2014). Myndin vann áhorfendaverðlaunin á Reykjavík Shorts&Docs Festival fyrr á þessu ári.

Focus on RS&DF
Í sýningarflokknum ‘Focus on RS&DF’ er nokkrar af bestu stuttmyndum sem sýndar hafa verið á RS&DF síðastliðnar þrjár hátíðir. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa vakið mikla athygli og unnið til verðlauna hér heima og erlendis.

Come to Harm, stuttmynd eftir Börk Sigþórsson (2011).
Myndin vann verðlaunin ‘Besta íslenska stuttmyndin’ á Reykjavík Shorts&Docs Festival 2012.

Dawn (Dögun), stuttmynd eftir Valdimar Jóhannsson (2012).
Myndin hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir bestu íslensku stuttmyndina á Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013.

Sker, stuttmynd eftir Eyþór Jóvinsson (2013). Myndin varð í öðru sæti um áhorfendaverðlaunin á á Reykjavík Shorts&Docs Festival fyrr á þessu ári.

Good Night, stuttmynd eftir Muriel d’Ansembourg og framleidd af Evu Sigurðardóttur (2012). Myndin var tilnefnd til bresku BAFTA verðlauna sem besta stuttmyndin árið 2013.

Gláma, stuttmynd eftir Baldur Páll Hólmgeirsson (2013).

In Search of Livingstone, stuttmynd eftir Veru Sölvadóttur (2014). Myndin varð í þriðja sæti um áhorfendaverðlaunin á á Reykjavík Shorts&Docs Festival fyrr á þessu ári.

No Homo, stuttmynd eftir Guðna Líndal Benediktsson (2012). Myndin var valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts&Docs Festival 2013.

,,Við erum virkilega ágægð með boðið á Timishort hátíðina enda spennandi hátíð í örum vexti sem vert er að hafa auga með. Við munum sýna nokkrar af okkar bestu myndum síðustu ára og við erum stolt að geta farið með þessar myndir til Rúmeníu enda ekki á hverjum degi sem Rúmenum gefst kostur á að sjá íslenskar stuttmyndir og heimildamyndir. Við ætlum svo að endurgjalda boðið á næstu hátíðinni okkar sem verður haldin í apríl á næsta ári og þá munu Íslendingar eiga þess kost að sjá rúmenskar myndir á okkar hátíð,” segir Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts&Docs Festival.

Þrettánda Reykjavík Short & Docs hátíðin verður haldin vorið 2015. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR