RIFF 2014 opinberar dagskrána

riff-2014RIFF 2014 fer fram dagana 25. september til 5. október. Sýndar verða um eitthundrað kvikmyndir frá um 40 löndum auk þess sem fjöldi sérviðburða eru á dagskránni. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Opnunarmyndin er Land Ho! eftir Aaron Katz og Martha Stephens en myndin var filmuð hér á landi í fyrra. Lokamynd hátíðarinnar er Boyhood eftir Richard Linklater. Handhafi heiðursverðlauna RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmynda er breski leikstjórinn Mike Leigh og verður nýjasta mynd hans Mr. Turner meðal annars sýnd á hátíðinni.

Þessar keppa um Gyllta lundann

Í keppnisflokknum Vitranir er að finna fyrstu eða aðra mynd upprennandi leikstjóra. Myndirnar eru:

Villa Touma,Suha Arraf
The Lack, Masbedo (It)
Age of Cannibals, Johannes Naber (Ger)
Before I Disappear, Shawn Christensen (US-UK)
Bonobo, Matthew Hammett Knott (UK)
Heimurinn, Iris Elezi, Thomas Logorrheic
The Council of Birds, Timm Kröger (Ger)
I Can Quit Whenever I Want,Sydney Sibilia (It)
Kebab & Horoscope, Grzegorz Jaroszuk (Pol)
Summer Nights, Mario Fanfani (Fra)
They Have Escaped, Jukka-Pekka Valkeapää (Fin-NL)
Two Step, Alex R. Johnson (US)

Annað áhugavert

Aðrar áhugaverðar myndir eru meðal annars Timbuktu eftir Abderrahmane Sissako og Xenia eftir Panos H.Koutras sem báðar voru á síðustu Cannes hátíð, Dúfa sat á grein og hugleiddi tilveruna eftir Roy Andersson sem nýlega vann Gulljónið í Feneyjum,  Itsi Bits by Ole Christian Madsen og The Lesson eftir Kristina Grozeva sem báðar koma brakandi ferskar frá Toronto og Ludo eftir Katrínu Óttarsdóttur frá Færeyjum.

Þá er vert að nefna stuttmyndaprógrammið sem að þessu sinni er í þremur hlutum. Þar verður að finna ýmsar forvitnilegar myndir eins og t.d. Tvíliðaleik eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Sjö báta eftir Hlyn Pálmason sem báðar voru nýlega í Toronto og Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson.

Yfirlit yfir allar myndir hátíðarinnar sem og upplýsingar um þær má finna hér.

Niðurröðun dagskrár má finna hér.

Skoða má stiklur nokkurra þessara mynda hér að neðan:

 

 

 

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR