Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: tilnefndar myndir sýndar í Háskólabíói 18.-21. september

kvikmyndaverðlaun norðurlandaráðs 2014Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.

Myndirnar eru:

Hross í oss (ÍSLAND)
Hross í oss er sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum.  Ást og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.

Nymphomaniac (DANMÖRK)
Nymphomaniac er er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs.

Steinsteypunótt (FINNLAND)
Steinsteypunótt er draumkennd ferðasaga sem lýsir viðkvæmum huga ungs drengs og því að glata sakleysi sínu.

Blind (NOREGUR)
Ingrid hefur nýlega misst sjónina og leitar nú skjóls á heimili sínu þar sem henni finnst hún vera við stjórn, einsömul með eiginmanni sínum og hugsunum.

Turist (SVÍÞJÓÐ)
Efnaðir ferðamenn glata virðingu sinni. Af völdum „óviðráðanlegra aðstæðna“ upplifir fjölskylda í fríi mannleg viðbrögð sem hún hefur aldrei upplifað áður.

Hægt er að panta miða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR