Starafugl um „París norðursins“: Við hugsum öll of mikið

parís norðursins-helgi-björnArnaldur Máni Finnsson skrifar um París norðursins á Starafugl og segir hana gott verk, heiðarlegt og einlægt.

Arnaldur segir m.a.:

Það sem ef til vill er undarlegast við að ræða mynd sem er tekin upp í því þorpi sem manni stendur næst, og er lítt dulbúið sem annað þorp, er að maður fer að bera saman og leita fyrirmynda. Slíkar tengingar eru ekki fyrir hendi og þess vegna er mat manns á myndinni fyrst og fremst háð því hvernig maður metur hana sem listaverk. Og hún er gott verk, heiðarlegt og einlægt, sem bætir vídd í íslenska kvikmyndaflóru sem þörf var á. Hún er persónuleg, að því leyti sem hún gefur okkur innsýn í sjálfsmynd höfundar og leikstjóra mun fremur en sjálfsmynd smáþorpsins og í henni er nostrað við trúverðuga þræði í samskiptum fullorðinna, sem og tengsl Huga við drenginn sem hann langar að ganga í föðurstað en getur ekki, því hann hrífst ekki nægilega af móður hans.

Sjá nánar hér: Við hugsum öll of mikið: Um París Norðursins | Starafugl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR