Ördómar Ásgeirs frá Karlovy Vary

Úr Cadences obstinées eftir Fanny Ardant.
Úr Cadences obstinées eftir Fanny Ardant.

Ásgeir H. Ingólfsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og sendir þaðan frá sér ördóma um myndirnar á dagskránni. Ítarlegri umfjöllun um þær verður í Víðsjá Útvarpsins að hátíð lokinni. Annar skammtur væntanlegur ásamt með umfjöllun um París norðursins Hafsteins Gunnars, sem sýnd er í dag þriðjudag.

Sixteen: virkilega mögnuð mynd um fyrrverandi kongóskan barnahermann að reyna að fóta sig í Bretlandi.

Locke: Góð en samt ekki jafn góð og hæpið.

Obsessive Rhytms (Cadences obstinées): Óttalega tilgerðarleg og synd að leikkona á borð við Fanny Ardant skuli skrifa svona klisjukennt kvenhlutverk fyrir Asiu Argento. Samt sogast maður aðeins inní dramað áður en yfir líkur.

Barbarians (Varvari): mynd um serbneskar fótboltabullur. Sem eru afskaplega óspennandi, hlusta á leiðinlega tónlist, eiga leiðinlegar samræður og eru óttalegir durgar. Sjálfsagt raunsæ lýsing – en skilar sér ekki í góðri bíómynd þótt það séu stöku fyndin atriði.

Memories on Stone: Ókei, það er ljótt að alhæfa um þjóðir. En samt, kúrdar virðast allir vera fáránlega góðir í að gera bíómyndir. Stórkostleg upphafssena og yndisleg hrakfallasaga leikstjóra sem reynir að gera bíómynd þótt allt gangi á afturfótunum, hvort sem það er leikkonur sem fá ekki leyfi forráðamanna til að vera með eða hæfileikalausir söngvarar sem eru búnir að kaupa sér aðalhlutverkið.

Bota: Skemmtilega blúsuð albönsk ræma um einhverja afskektutu vegasjoppu Evrópu. Smá dass af Kusturica en öllu meiri raunsæisblær samt.

Norway: Vampíran Zano kemur til Albaníu árið 1984. og lendir í ævintýrum með fláráða flagðinu Lísu og sakleysislega norðmanninum Pétri. Æðislega stýlíserað og skemmtilegt – eiginlega hálfgerð Drive vampírumyndanna á sinn hátt, nema auðvitað miklu betri en Drive.

Starred Up: Feðgar í fangelsi væri líklega titillinn sem Árni Sam myndi velja þessari mynd David Mackenzie (Hallam Foe). Feðgarnir eru vel að merkja báðir snælduvitlausir. Í melódramatískari kantinum af fangelsisræmum að vera en heldur allan tímann, þótt ég sé ennþá að eins að melta það hvert Mackenzie er að fara með þetta allt saman.

Ásgeir H. Ingólfsson
Ásgeir H. Ingólfsson
Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður og gagnrýnandi.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR