Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til 30. júní 2014

íslenskt bíó iconKlapptré birtir nú í fyrsta sinn heildarlista SMÁÍS yfir (flest)allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 til og með 30. júní 2014. Listinn sýnir frumsýningarmánuð, sæti á opnunarhelgi auk tekna þá helgi og heildaraðsókn og heildartekjur. Röð listans er eftir heildaraðsókn og verður hann uppfærður eftir þörfum.

ATHUGIÐ: Upplýsingar um nokkrar myndir á tímabilinu vantar. Myndirnar má sjá neðst á listanum. Hafir þú upplýsingar (eða athugasemdir varðandi annað sem finna má, eða ekki, á listanum) þá má koma þeim á framfæri hér, Klapptré mun áframsenda þær til SMÁÍS.

Listann má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR