Greining | „Vonarstræti“ komin að tuttugu þúsund manns

vonarstræti collageEkkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans. Alls sáu myndina 11.308 síðastliðna viku, þar af 5.855 um helgina, sem er ívið meira en um opnunarhelgina. Það er því nokkuð borðliggjandi að Vonarstræti mun fara í hóp aðsóknarhærri mynda.

12.030 hafa nú séð Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst en myndin hefur nú verið sjö vikur í sýningum. Myndin er nú í 11. sæti aðsóknarlistans.

Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.888 gesti eftir 39 vikur í sýningum.

[tble caption=“Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 19.-25. maí 2014″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|center|center|center“] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKN
2,Vonarstræti,11.308,19.117
7,Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst,225,12.030
[/tble](Heimild: SMÁÍS)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR