Minning | Gordon Willis 1931-2014

Gordon Willis.
Gordon Willis.

Gordon Willis, einn snjallasti tökumaður sem starfað hefur í bandarískum kvikmyndum, er fallin frá 82 ára að aldri.

Þríleikurinn um Guðföðurinn er hans þekktasta verk en starf hans bar einnig ríkulegan ávöxt í myndum Woody Allen á áttunda og níunda áratug síðustu aldar (Annie Hall, In­ter­i­ors, Man­hatt­anStar­dust Memories, A Midsummer Night’s Sex Comedy, Zelig, Broadway Danny Rose og The Purple Rose of Cairo) sem og í myndum Alan Pakula á sama tímabili (Klute, The Parallax View, All the President’s Men, Comes a Horseman, Presumed Innocent og The Devil’s Own).

Einnig má nefna reglulegt samstarf hans við leikstjórann James Bridges (September 30 1955, The Paper Chase, Perfect og Bright Lights Big City).

Kollegi hans Conrad Hall gaf honum viðurnefnið Myrkraprinsinn eða Prince of Darkness fyrir þá tilhneigingu hans að sveipa persónur í myndunum sem hann filmaði dökkum skuggum og forðast þá viðteknu venju í Hollywood að lýsa ávallt upp augu leikaranna.

Willis fór fyrir fríðum flokki tökumanna sem breyttu tökustíl bandarískra kvikmynda á afgerandi hátt á áttunda áratugnum.

Hér má sjá viðtal við hann þar sem hann ræðir um tökustíl Guðföðurins:

Og hér er hin makalausa upphafssena Guðföðursins:

Hér má svo sjá hið stórfenglega upphaf Manhattan eftir Woody Allen:

Og loks senan á brúnni úr Manhattan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR