Morgunblaðið: Vonarstræti vísar bjartan veg til framtíðar

Vonarstræti-mbl-dómur-CROPHjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Vonarstræti fjóra og hálfa stjörnu í umsögn sinni og segir myndina hörkuspennandi og átakanlega samtímasögu um óvægna fortíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaflausn.

Ennfremur segir Hjördís meðal annars:

Ótrúlega tilþrifamikill leikur lyftir myndinni uppá æðra plan. Þorsteinn Bachmann er magnaður og Hera og Þorvaldur eru einnig feiknasterk. Raunar má segja að leikurinn í myndinni sé lastalaus á línuna, jafnt börn sem hinir reyndari gefa allt í hlutverk sín. […] Samtöl myndarinnar eru með ólíkindum lipur og laus við alla tilgerð og gervi persóna, sérstaklega Móra, eru afar vel heppnuð.

Og síðar segir hún:

Myndin er beinskeytt og einlæg, tónlist hennar seiðandi og myndræn framsetning framúrskarandi. Einstök nærgætni í efnistökum og djúpur skilningur á mannlegu eðli skilar sér í margbrotnum og áhugaverðum persónum. […] Þessi nýja íslenska kvikmyndavon vísar bjartan veg til framtíðar.

Með því að smella á myndina fyrir neðan má skoða umsögnina í heild sinni.

Vonarstræti mbl dómur

 

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR