„Heimsendir“ endurgerð í Bandaríkjunum

heimsendirBandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.

Í frétt RÚV segir ennfremur meðal annars:

Bandarísku þættirnir verða ekki ólíkir þeirri íslensku – þeir eiga að segja frá enskukennara sem á í vandræðum í einkalífinu og starfinu. Þegar hann missir tökin á tilveru sinni er hann lagður inn á  geðdeild.  Þar líður honum eins og heima hjá sér og verður að lokum uppreisnarleiðtogi.

Myndverið Electus framleiðir þættina fyrir Showtime en það er sama fyrirtækið og á heiðurinn af Ugly Betty og bandarísku útgáfunni af The Office. Electus keypti réttinn til að endurgera þættina fyrir þremur árum.  Þá var byrjað að þróa þættina fyrir bandarískt sjónvarp en síðan þá hefur lítið heyrst af verkefninu þar til í kvöld.

Sjá nánar hér: Showtime endurgerir Heimsendi Ragnars | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR