Frestur til að sækja um störf við Kvikmyndahátíð í Reykjavík til 30. apríl

Reykjavik-Film-Festival_Blue_BackFrestur til að sækja um störf vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem fram fer dagana 12.-21. september, rennur út á morgun 30. apríl.

Auglýst er vegna eftirtaldra starfa:

Framleiðandi Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér að sjá um um framkvæmd, verkstjórnun og yfirumsjón með viðburðum hátíðarinnar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á markaðsmálum og fjármögnun menningarviðburða.

Kynningar- og markaðsstjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér umsjón með kynningarmálum hátíðarinnar. Viðkomandi þarf að vera vel talandi og skrifandi á íslensku og ensku og æskilegt er að hafa reynslu af blaða- og fréttamennsku.

Gestastjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér umsjón innlendra- og erlendra gesta hátíðarinnar ásamt því að gestastjóri hefur yfirumsjón með móttöku erlendra blaðamanna og tekur þátt í skipulagningu og útfærslu kynningarmessu hátíðarinnar.

Gert er ráð fyrir að framleiðendi hefji störf fljótlega en ráðið verður í hin störfin í júlí eða byrjun ágúst.

Umsóknir sendist á netfangið jobs@reykjavikfilmfest.is.

Sjá nánar hér: Umsóknarfrestur fyrir störf við Kvikmyndahátíð í Reykjavík 30. apríl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR