Kvikmyndahátíð í Reykjavík leitar að mannskap

Reykjavik-Film-Festival_Blue_BackKvikmyndahátíð í Reykjavík óskar eftir áhugasömu, metnaðarfullu og duglegu starfsfólki til að starfa við hátíðina í haust. Leitað er að fólki í eftirfarandi stöðugildi:

Framleiðandi Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér að sjá um um framkvæmd, verkstjórnun og yfirumsjón með viðburðum hátíðarinnar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á markaðsmálum og fjármögnun menningarviðburða.

Kynningar- og markaðsstjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér umsjón með kynningarmálum hátíðarinnar. Viðkomandi þarf að vera vel talandi og skrifandi á íslensku og ensku og æskilegt er að hafa reynslu af blaða- og fréttamennsku.

Gestastjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík
Starfið felur í sér umsjón innlendra- og erlendra gesta hátíðarinnar ásamt því að gestastjóri hefur yfirumsjón með móttöku erlendra blaðamanna og tekur þátt í skipulagningu og útfærslu kynningarmessu hátíðarinnar.

Óskað er eftir fólki sem getur unnið sjálfstætt, sýnir fram á frumkvæði og hefur brennandi áhuga á skapandi umhverfi kvikmyndahátíðar. Umsóknir um ofantalin störf sendist á jobs@reykjavikfilmfest.is ásamt ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR