„Noah“ fullkomlega afleit, segir Davíð Þór

Rammi úr Noah með Russell Crowe í leikstjórn Darren Aronovsky. Myndin var tekin upp að töluverðum hluta hér á landi sumarið 2012.
Rammi úr Noah með Russell Crowe í leikstjórn Darren Aronovsky. Myndin var tekin upp að töluverðum hluta hér á landi sumarið 2012.
Davíð Þór Jónsson guðfræðingur.
Davíð Þór Jónsson guðfræðingur.

Davíð Þór Jónsson skafar ekki utan af því í umsögn sinni um Noah Darren Aronovsky sem birtist í Herðubreið.

Davíð Þór segir meðal annars:

Það getur komið fyrir besta fólk að fá vondar hugmyndir. Það getur jafnvel komið fyrir besta fólk að verða það á hrinda þeim í framkvæmd. Það getur meira að segja komið fyrir besta fólk að festast svo í einhverju hópeflishugarfari utan um verkefni sem er öllum svo hjartfólgið og allir eru með nefið svo langt ofan í að enginn sér að það, sem verið er að gera, er fullkomlega afleitt.

Það ótrúlega er að heil Hollywoodmynd, sem hundruð manna koma að á hinum ýmsu stigum og morði fjár þarf að dæla í til að líti dagsins ljós, skuli hafa komist alla leið á hvíta tjaldið án þess svo virðist sem nokkurn tímann í ferlinu hafi einhver með völd og vit staðið upp, sett hnefann í borðið og sagt: „Halló! Sér enginn að það sem hér er verið að búa til er óþverri?”

Þannig er því aftur á móti farið með kvikmyndina Noah.

Hún er vond.

Hún er reyndar alveg ólýsanlega vond. Hún er heimskuleg, ófrumleg, tilgerðarleg og það sem verst er … hundleiðinleg. Rétt er að taka fram að ég hef gaman af biblíumyndum, stórslysamyndum og skrímslamyndum. Noah er þetta allt. En það er sama undir hvern þessara „sjanra“ við setjum hana. Hún verður alltaf í hópi þess versta sem gert hefur verið á því sviði.

Sjá nánar hér: NOOOO!!! AAAHH!! : Herðubreið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR