„Antboy“ hlýtur áhorfendaverðlaun Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar

Oscar Ditz er Antboy í samnefndri mynd.
Oscar Ditz er Antboy í samnefndri mynd.

Áhorfendur nýafstaðinnar Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík völdu dönsku ofurhetjumyndina Antboy sem bestu mynd hátíðarinnar. Hátíðin var afar vel sótt og hin mikla þrjúbíósstemning sem myndaðist á nokkrum vinsælustu sýningum hátíðarinnar vakti upp mikla nostalgíu meðal eldri gesta hátíðarinnar, segir í tilkynningu frá Bíó Paradís. Skólasýningar sem í boði voru virka daga hátíðarinnar að kostnaðarlausu slógu einnig í gegn.

Á meðan hátíðinni stóð gafst gestum kostur á að velja sína uppáhalds mynd og greiða henni atkvæði sitt. Átta myndir voru tilnefndar, Antboy, Andri og Edda verða bestu vinir, Dagur krákanna, Á leið í skólann, Fótboltadraumar, Klara og leyndarmál bjarndýranna, Þyngd fílanna og Austanvindur.

Antboy var einnig með bestu meðaleinkunnina þó mjótt hafi verið á mununum.

Antboy og Andri og Edda verða bestu vinir munu halda áfram í almennum sýningum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR