Logi Hilmarsson gerir „Grilling“

Frá vinstri: Magnús Björn Ólafsson, Logi Hilmarsson og Birkir Björns Halldórsson hafa skrifað handrit þáttaraðarinnar Grillings.
Frá vinstri: Magnús Björn Ólafsson, Logi Hilmarsson og Birkir Björns Halldórsson hafa skrifað handrit þáttaraðarinnar Grillings.

Logi Hilmarsson (Arnars Hilmarssonar tónskálds), sem hlaut á sínum tíma verðlaun á Stuttmyndadögum í Reykjavík fyrir mynd sína Þyngdarafl, undirbýr nú sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2 sem hann kallar Grilling. Logi hefur gert kynningarstiklu fyrir þáttaröðina til að sýna fjárfestum og öðrum um hvað málið snýst.

Á Vísi segir meðal annars um verkefnið:

„Við fengum vilyrði hjá Stöð 2 fyrir Grillingi í fyrra. Verkefnið fjaraði hins vegar út vegna þess að við fengum ekki styrk hjá Kvikmyndasjóði. Við erum að bíða eftir fjármagni til þess að við getum farið í tökur, en við erum búin að gera eins konar prufuþátt, og líka stiklu,“ segir Logi.

Logi lærði kvikmyndagerð í Frakklandi. „Ég er uppalinn í Frakklandi,“ segir hann. Síðan flutti ég hingað og tók eina önn í Kvikmyndaskólanum. Ég hætti vegna þess að ég byrjaði strax að vinna í kvikmyndabransanum. Síðan er ég að skrifa mynd í fullri lengd, og svo vonast ég til að geta farið í tökur á Grillingi von bráðar. Handritið er alveg tilbúið. Ég skrifaði það með Birki Björns Halldórssyni, sem er þekktari sem rappari, og Magnúsi Birni Ólafssyni heimspekingi. Grillingur gerist um sumartíma á Seyðisfirði. Saga bæjarins spilar stórt hlutverk í sögunni, þannig að þættirnir geta hvergi annars staðar gerst,“ segir Logi.

Stikluna má sjá hér að neðan:

Sjá nánar hér: Vísir – Erlend vefsíða vaktar Loga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR