Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

Ari Edwald forstjóri 365.
Ari Edwald forstjóri 365.

DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.

Aðspurður um hvort aukning í notkun Netflix komi sér illa fyrir Stöð 2 segir Ari Edwald, forstjóri 365: „Við getum ekki mælt það nákvæmlega en auðvitað má gera því skóna að þetta komi niður á okkur. Þarna eru áskriftir, 20 þúsund plús eða mínus, sem eru raunveruleg samkeppni á markaðnum sem hefur raunveruleg áhrif á heildarmyndina. Við höfum hins vegar brugðist við þessari samkeppni af fullri hörku. Það er ekkert annað við þessu að gera en að reyna bara að vera betri. Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði á Íslandi í dag er alþjóðleg, yfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir því. Fjölmiðlamarkaðurinn hefur gjörbreyst af því internetið hefur engin landamæri. Það gengur ekkert að greina fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi þannig að það séu bara RÚV, Stöð 2 og Skjárinn á staðnum.“

Sjá nánar hér: 365 bregst við samkeppni „af fullri hörku“ – DV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR