„Forréttindi að hafa fengið að starfa við íslenska kvikmyndagerð“

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA í ár.
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA í ár.

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, betur þekkt sem Sarma, hlaut heiðursverðlaun Eddunnar í ár fyrir yfir tuttugu ára þrotlaust starf í þágu íslenskra kvikmynda á erlendri grundu.

Sarma er Siglfirðingur og lærði stjórnmálafræði, heimspeki, kvikmyndafræði og klippingu í Frakklandi. Hún hefur frá árinu 1992 stýrt skrifstofu Media á Íslandi en það er evrópskt átak til að efla framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni.

Þá situr hún bæði í stjórn og framkvæmdastjórn evrópska kvikmyndasjóðsins Eurimages. Hún tók nýlega við stöðu sérfræðings um kvikmyndamál hjá Rannís fyrir nýja evrópskra kvikmyndaáætlun sem heitir Creative Europe.

Sarma var ekki viðstödd hátíðina en dóttir hennar, Oddný Eva, tók við verðlaununum fyrir móður sína úr höndum forsetafrúarinnar Dorritar Moussaieff.

Þakkarræðu Sörmu má sjá hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR