Magnús Scheving: Skapandi greinar skila margfalt til baka

Magnús Scheving stofnandi Latabæjar.
Magnús Scheving stofnandi Latabæjar.

Magnús Scheving ræðir mikilvægi skapandi greina í pistli á Vísi og harmar þann niðurskurð til kvikmynda- og dagskrárgerðar sem finna má í núverandi fjárlögum.

Hann bendir og á að í 20 ár hafi Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafi 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili segir Magnús.

Í pistlinum segir hann meðal annars:

„Því miður á kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrumvarpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvikmyndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skapað mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvikmyndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerðarfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það.“ 

Sjá pistilinn allan hér: Vísir – Stoltur að Latibær sé íslenskt hugvit.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR